Fótbolti

Segir Rice of­metinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Declan Rice í leiknum gegn Englandi.
Declan Rice í leiknum gegn Englandi. AP Photo/Sergei Grits

Írski landsliðsmaðurinn James McClean er ekki hrifinn af enska landsliðinu og þá einkum fyrrverandi liðsfélaga sínum Declan Rice. Hann lét miðjumann Arsenal fá það óþvegið fyrir frammistöðu sína gegn Danmörku á EM 2024 á dögunum.

McClean spilar í dag með Hollywood-liðinu Wrexham en spilaði á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði Rice aðeins spila til hliðar eða til baka gegn Danmörku.

„Danir unnu baráttuna á miðjunni. Ég hef áður sagt að ég vil fá meira frá leikmanni sem kostar 100 milljónir punda. Hann reyndi eina sendingu fram á við í hálfleiknum, sú fór beint í hendurnar á markverði Dana.“

„Ég vil sjá meira frá honum, reyna brjóta línur með sendingum. En í fyrri hálfleik unnu Danir baráttuna um miðjuna nokkuð þægilega.“

Gekk hann svo langt að kalla Rice ofmetinn og að ekki sé hægt að bera Englendinginn við leikmenn á borð við Rodri og Toni Kroos.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×