Innlent

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Smári Jökull Jónsson skrifar
Frá Svartsengi.
Frá Svartsengi. Vísir/Vilhelm

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Hrauntungur hófu að skríða yfir varnargarðana við Svartsengi í gærkvöldi en slökkvliðið hefur unnið hörðum höndum að því að hægja á hraunflæðnigu í alla nótt og allan dag.

„Vinnan hefur bara gengið mjög vel. Við erum í hraunkælingunni og við komum hérna um hálf þrjú í nótt. Í raun og veru hefur þetta bara gengið eins og við héldum,“ sagði Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson í fréttatíma Stöðvar 2.

Hrauntungurnar þrjár eru kílómetra frá mannvirkjum í Svartsengi en Leifur segir að hraunkælingin hafi skilað góðum árangri. Myndir frá drónaflugi Almannavarna sýna að virkni í gígnum fer minnkandi. Hraunrennsli er ekki sjáanlegt frá yfirborði en getur þó enn verið í lokuðum rásum frá gígnum.

„Það náttúrulega skiptir öllu máli að það bæti ekki endalaust í. Þá er auðveldara að ráða við restina,“ bætti Leifur Bjarki við.

Tímabundinn varnarkragi var reistur innan við varnargarðinn í Svartsengi í nótt til að hamla hraunflæðinu enn frekar. Verkfræðingur Verkís segir að nú sé allt kapp lagt á að hækka upprunalega varnargarðinn.

Núna erum við aftur farin að fókusera á það að hækka garðnn sjálfann sem hraunið er að fara yfir. Það er búið að vera í gangi í nokkurn tíma en við erum alltaf að fá tafir á það útaf þessum litlu hraunspýjum sem eru að fara yfir garðinn,“ sagði Hrönn Hrafnsdóttir hjá Verkís.

Alla frétt Tómas Arnars má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×