Forseti Alþingis á von á því að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé í dag, þó þingmenn séu viðbúnir því að koma saman aftur eftir helgi. Fjöldi mála er á dagskrá, sum hver afar umdeild.
Áfram er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir garðinn á nokkrum stöðum. Enn er glóð í gíg eldgossins og flæðið stöðugt.
Þá förum við yfir stöðuna á Gasa og forvitnumst um nýtt verkefni á vegum Umhverfisstofnunar.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.