Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 12:08 Myndin er tekin klukkan 10 í morgun og sést vel hversu vel hefur gengið að stöðva annan tauminn frá í gær. Mynd/Ari Guðmundsson Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. „Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
„Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02