Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 12:08 Myndin er tekin klukkan 10 í morgun og sést vel hversu vel hefur gengið að stöðva annan tauminn frá í gær. Mynd/Ari Guðmundsson Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. „Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
„Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02