Fótbolti

Cra­ig Bella­my orðaður við lands­lið Wa­les

Siggeir Ævarsson skrifar
Craig Bellamy á æfingu með unglingaliði Anderlecht, en hann stýrði liðinu árin 2019-2021 áður en hann færði sig til Burnley
Craig Bellamy á æfingu með unglingaliði Anderlecht, en hann stýrði liðinu árin 2019-2021 áður en hann færði sig til Burnley vísir/Getty

Walesverjar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Rob Page var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni Evrópumótsins.

Stjórn knattspyrnusambands Wales er þó ekki undir neinni tímapressu en næstu leikir liðsins eru í september. Bellamy er um þessar mundir tímabundinn stjóri Burnley en hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðan 2021.

Bellamy lék á sínum tíma 78 landsleiki fyrir Wales. Hann er ekki eini fyrrum landsliðmaður Wales sem hefur áhuga á starfinu en Ryan Giggs, fyrrum þjálfari liðsins, er einnig sagður hafa áhuga. 

Giggs steig til hliðar árið 2020 þar sem hann átti yfirhöfði sér ákæru fyrir heimilisofbeldi en hann var sýknaður í málinu árið 2023 og er um þessar mundir yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford City.

Þegar Giggs var ráðinn til Wales á sínum tíma, árið 2018, var Bellamy á meðal umsækjenda, en þurfti að lúta í lægra haldi þá. 

Undir stjórn Rob Page komst Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár árið 2022 og var samningbundinn til ársins 2026, eða fram yfir næstu lokakeppni. Eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM og m.a. gert jafntefli við Gíbraltar í vináttuleik, en Gíbraltar er í 203. sæti heimslistann, var honum sagt upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×