Enn eitt EM-metið til Ronaldo Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 22:01 Cristiano Ronaldo er að leika á EM í sjötta sinn. Enginn leikmaður hefur leikið það eftir vísir/Getty Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum. Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira