Fótbolti

Sjálfs­markið er langmarka­hæst á EM

Siggeir Ævarsson skrifar
Zeki Celik reynir af veikum mætti að afstýra klaufalegu sjálfsmarki Samet Akaydin í leiknum í gær
Zeki Celik reynir af veikum mætti að afstýra klaufalegu sjálfsmarki Samet Akaydin í leiknum í gær vísir/Getty

Þrátt fyrir að alþjóðlegir leikmenn beri oft nöfn sem hljóma undarlega í íslensk eyru, Engin í markinu sennilega þar frægastur, er auðvitað ekki leikmaður á EM í ár sem heitir Sjálfsmark.

En þegar listinn yfir markahæstu menn mótsins er skoðaður er „own goal“ þar efst á blaði. Sjálfsmörkin hafa hrúgast inn í ár og eru orðin sex talsins. Það síðasta kom í gær þegar Samet Akaydin sendi boltann í eigið net undir lítilli pressu en hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn Altay Bayındır.

Sjálfsmörkin á mótinu í ár eru ekki bara mörg heldur eru flest þeirra líka frekar klaufleg. Sjálfsmörkum virðist fara ört fjölgandi á EM en aðeins hafa 26 slík verið skoruð frá upphafi þar af 17 (65,4 prósent) á þessu móti og því síðasta.

Markahæstu menn mótsins hingað til eru þeir Georges Mikautadze, Jamal Musiala og Ivan Schranz. Þeir eru allir með tvö mörk hver og þurfa því heldur betur að reima á sig markaskóna ef þeir ætla að skáka sjálfsmörkunum í ár.

Birkir Már setur boltann í eigið net. Hann prýðir einnig Wikipedia-síðuna sem fjallar um sjálfsmörk á EM.vísir/Getty

Þess má til gamans geta við Íslendingar eigum vafasamt met þegar kemur að sjálfsmörkum á EM en Birkir Már Sævarsson fær þann vafasama heiður að hafa skorað sjálfsmark næst lokum venjulegs leiktíma, þegar hann skoraði sjálfsmark gegn Ungverjum á 88. mínútu á EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×