Tap hjá Heimi Hallgríms en fyrirliði Mexíkó fór grátandi af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Heimir Hallgrímsson var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni en mark var dæmt af jamaíska liðinu í leiknum. Getty/Omar Vega Mexíkó vann 1-0 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka í nótt í fyrsta leik í liðanna í Suðurameríkukeppninni, Copa América. Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024 Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira