„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 13:11 Víkingskonur unnu Blika og enduðu þar með átta leikja sigurgöngu Kópavogsliðsins. Vísir/Diego Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins. Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira