Innlent

Kanóna kveður Vinstri græn og mót­mælt á Austur­velli

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf. vísir

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum ekki hætt stjórnmálaafskiptum.

Of snemmt er til að fullyrða hvort að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð sé lokið en Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að goslok gætu haft áhrif á landrisið við Svartsengi.

Á Austurvelli mun hópur fólks mótmæla fyrirhugaðri brottvísun ellefu ára palestínsks drengs að nafni Yazans Tamimi, sem þjáist af taugahrörnunarsjúkdóm og notast við hjólastól. Skipuleggjandi segir brottvísunina munu skerða lífslíkur Yazans verulega vegna skorts á viðeigandi þjónustu fyrir hann í Palestínu.

Þá förum við yfir ávarp forseta Íslands við þinglok í gær og forvitnumst um svepparækt á Flúðum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 23. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×