Sport

Þrettán ára stelpa tryggði sér sæti á Ólympíu­leikunum í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heili Sirviö keppir á hjólabretti á Ólympíuleikunum í París. Hún byrjaði að æfa sig á brettinu í kórónuveirufaraldrinum.
Heili Sirviö keppir á hjólabretti á Ólympíuleikunum í París. Hún byrjaði að æfa sig á brettinu í kórónuveirufaraldrinum. @heili_sirvio

Heili Sirviö verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar og skrifar þar með nýjan kafla í sögu finnskra íþrótta.

Heili er nefnilega aðeins þrettán ára gömul og verður langyngsti Ólympíufari Finna frá upphafi.

Heili keppir á hjólabretti á leikunum í París. Gamla aldursmetið átti sundkonan Noora Laukkanen sem var fimmtán ára þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Heili tryggði sér Ólympíusætið með því að komast í undanúrslit á úrtökumótinu í Búdapest en með því var hún komin með nægilega mörg stig til að vera ein af 22 keppendunum sem keppa um Ólympíugullið í París.

Heili er fædd árið 2011 en hefur búið í Ástralíu undanfarin átta ár. Hún byrjaði að leika sér á hjólabretti í kórónuveirufaraldrinum.

Hjólabrettaíþróttin er vettvangur fyrir yngsta fólkið en Ólympíumeistarinn frá því í Tókýó, Momiji Nishiya, var einnig bara þrettán ára gömul.

Yngsti keppandinn á Ólympíuleikum frá upphafi var þó aðeins tíu ára gamall.

Það var Grikkinn Dimitrios Loundras sem keppti á leikunum í Aþenu 1896. Hann var bronsverðlauna í fimleikum á leikunum og er því líka yngsti verðlaunahafinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×