Sport

Bætti tvö heims­met og vann brons á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Þórhallsdóttir er sér á báti í sínum aldursflokki.
Kristín Þórhallsdóttir er sér á báti í sínum aldursflokki. @kristin_thorhallsdottir

Kristín Þórhallsdóttir varð í þriðja sæti í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum.

Kristín sló tvö heimsmet í sínum aldursflokki í keppninni. Kraftlyftingasamband Íslands segir frá.

Kristín byrjaði vel í hnébeygjunni þar sem hún lyfti seríunni 200-210-217,5 og hlaut bronsverðlaun í greininni. Þá tvíbætti hún um leið heimsmetið í hnébeygju í aldursflokknum M1 (40 til 49 ára).

Í bekkpressu lyfti hún mest 112,5 kílóum og í réttstöðulyftu fóru 215 kíló upp hjá henni.

Samanlagt lyfti Kristín því 545 kílóum sem er nýtt heimsmet í samanlögðum árangri í fyrrgreindum aldursflokk og skilaði henni fjórða sætinu í flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×