Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 20:04 Gestirnir, sem mættu í athöfnina við kirkjuna þegar nýja söguskiltið var afhjúpað og heimasíða kirkjunnar var opnuð föstudaginn 21. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira