Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 23:21 Forystuflugvél innrásarinnar í Normandí, Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother" á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. KMU Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi: Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi:
Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00