„Skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2024 09:30 Andri er framkvæmdastjóri ÍSÍ. vísir/einar Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að styrkir til afreksíþrótta þurfi að þrefaldast til að hægt sé að halda úti mannsæmandi afreksstarfi. Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir ÍSÍ Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Framlag ríkisins í afrekssjóð fyrir öll sérsambönd ÍSÍ er um 390 milljónir og hefur sú tala haldist óbreytt frá árinu 2020. Andri Stefánsson segir að ríkið komið of lítið að afreksstarfi á Íslandi. „Þetta þarf að vera þjóðarátak. Það þurfa allir að koma að þessu og þarf í rauninni að margfalda þá upphæð sem er að fara inn í afrekssjóð. Í dag erum við að horfa á það fyrir næsta ár að það verða að koma inn aukapeningar. Við erum að stilla því upp að lágmarkstala í því þyrfti að vera í kringum átta hundruð milljónir aukalega,“ segir Andri framkvæmdarstjóri ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Börn og ungmenni hafa þurft að safna sér allt upp í sex hundruð þúsund króna til þess eins að koma sér í landsliðsferðir. Hefur ekki fylgt verðlagshækkunum „Við fengum góða hækkun á afrekssjóðnum árið 2016 sem var til fjögurra ára og þá fór hann upp í fjögur hundruð milljónir. Hann er minni en það í dag, eða 392 milljónir og því er búið að skerða það líka. Bara verðlagshækkanir myndir þýða að þessi sjóður ætti að vera allavega 150 milljónum hærri bara til að halda því verðlagi sem var í kringum 2016.“ Alþingi samþykkti á laugardaginn breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Andri segist skilja vel að fólk innan íþróttahreyfingarinnar telji sig hlunnfarið þegar kemur að fjárstuðningi ríkisins. „Við erum oft borin saman við menninguna eða listir eða aðrir sem eru að fá hækkanir eða verulega styrki frá ríkinu. Það skilur enginn af hverju íþróttirnar eru bara að fá brot af þessum upphæðum. Við erum að tala um 34 sérsambönd sem eru undir einum hatti og við erum að reyna ná utan um það heildstætt sem ein íþróttahreyfing. Þetta er líka langstærsta hreyfingin á landinu sem kemur að börnum og unglingum.“ Hann segist vilja sjá ríkið þrefalda fjármunina í afrekssjóðinn. „Við myndum vilja sjá átta hundruð milljónir til viðbótar við þessar fjögur hundruð tæpar sem eru að koma inn í afrekssjóðinn,“ segir Andri en hér að neðan má sjá viðtalið frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi. Klippa: Afrekssjóður þarf að fara úr 400 í 1200 milljónir
ÍSÍ Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira