Góð samskipti við börn besta forvörnin Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:03 Vísir/Bjarni Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. „Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira