Fótbolti

Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni

Siggeir Ævarsson skrifar
Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt.
Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt. vísir/Getty

Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma.

Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni.

Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu.

Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark.

Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×