Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Eldbökuð pizzasamloka

Helena Rakel Jóhannesdóttir skrifar
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn Ívar Fannar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+. 

Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það eldbakaðar pizzur. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan

Klippa: Helvítis kokkurinn - Eldbakaðar pizzur

Pizzasamloka

  • 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
  • hvítlauksolía
  • 1 Auður ostur
  • 1 box Mortadella
  • 1 krukka ætiþystlar
  • 1 pakki konfekt tómatar
  • 50 gr rucola salat
  • ferskt basil

Aðferð

Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Penslið með hvítlauksolíu. Skerið Auði í sneiðar, leggið ostsneiðarnar á aðra hliðina á botninum. Lokið hálfmánanum og bakið, munið að snúa reglulega Þegar deigið er bakað skaltu opna hálfmánann og fylla með mortadella, ætiþystlum,rucola, basil og tómötum.

Vísir/Ívar Fannar

Margarita

  • 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
  • Mutti pizzasósa
  • 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
  • ferskt basil

Aðferð 

Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Bakið pizzuna og rífið síðan nokkur basillauf á toppinn, kryddið með salti og pipar.

Vísir/Ívar Fannar

Pepperoni

  • 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
  • Mutti pizzasósa
  • 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
  • 1 poki pizzaostur
  • 1 box Krónan ódýrt pepperoni

Aðferð

Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Dreifðu pizzaosti ofan á mozzarellaostinn og dreifðu pepperonisneiðum að vild yfir. Bakið pizzuna og munið að snúa nógu oft þannig að hún brenni ekki.

Vísir/Ívar Fannar

Helvítis pizza

  • 1 pizzadeig (gott að skipta í tvennt)
  • Mutti pizzasósa
  • 1 kubbur íslenskur mozzarella ostur
  • 1 Tariello salsiccia picante
  • 1 Ljótur gráðostur
  • 1 laukur
  • hvítlauksolía

Aðferð

Fletjið út deigið og notið hveiti til að það festist ekki við borðplötuna. Dreifið sósu á botninn og því næst skaltu rífa mozzarella yfir og dreifa jafnt. Klíptu salciccia picante yfir í litlum molum, settu svo lauk og gráðost á toppinn. Bakið pizzuna og penslið enda með hvítlauksolíu eftir bakstur.

Vísir/Ívar Fannar

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×