Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 15:22 Travis Kelce og Taylor Swift virðast ástfangin upp fyrir haus. Ezra Shaw/Getty Images Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. „Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“ Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
„Þetta er daman mín“ Kelce sjálfur hefur þrisvar sinnum borið sigur úr bíti með liði sínu Kansas City Chiefs í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Í hlaðvarpinu the Bussin’ with the Boys er hann spurður út í það hvernig sé að eiga í ástarsambandi við stærstu poppstjörnu jarðarinnar og sparar hann ekki stóru orðin. „Þú vilt halda ákveðnum hlutum frá sviðsljósinu en á sama tíma er ég ekki að fela neitt. Þetta er stelpan mín. Þetta er daman mín. Ég er stoltur af því. Þú vilt samt bara ekki hleypa öllum inn í þitt persónulega líf þar sem allir geta gert athugasemd við eitthvað, því ég veit að allt sem hún gerir verður að fyrirsögn.“ Dálítið krúttleg kæró stund! Kelce fór á svið með Taylor Swift á The Eras tónleikaferðalagi hennar í London.Gareth Cattermole/TAS24/Getty Images for TAS Rights Management Dáist að afslöppuðu viðhorfi Swift Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta stjarna í heimi virðist Swift þó eiga auðvelt með að halda sér niðri á jörðinni og féll Kelce kylliflatur fyrir því. „Hún er mjög meðvituð um sig. Hún les mjög vel í aðstæður og ég held að það hve einlæg hún er í kringum vini og fjölskyldu hafi algjörlega látið mig falla fyrir henni. Lífið getur orðið klikkað fyrir einhvern sem fær svona mikla athygli en hún nær að vera svo afslöppuð og nett og ég get án efa dáðst að því.“ Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðastliðið sumar og þegar Taylor fór á fyrsta Chiefs leikinn í september fór það að sjálfsögðu sem eldur um sinu á Internetinu. Swift var klædd í rautt og sást hlæja og spjalla við Donnu, móður Kelce, í VIP svítu liðsins. Kelce segir að hún hafi viljað upplifa leikinn til hins ítrasta. „Hún gekk bara inn um dyrnar og var ekkert að hafa áhyggjur af því að vera með öryggisverði. Hún sagðist bara vilja vera í kringum vini og fjölskyldu og upplifa þetta með öllum. Hún vill vera hluti af þessu öllu, hún vill styðja mig. Hún hefur algjörlega sigrað hjartað mitt.“ Aðspurður hvað hafi komið mest á óvart í sambandinu segir Kelce það án efa vera athygli fjölmiðlanna. „Æsifréttaljósmyndararnir (e. paparazzi) hafa verið það allra klikkaðasta.“
Ofurskálin Ástin og lífið Hollywood Tónlist Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“