Fótbolti

Walesverjar í­huga að fá Henry til að taka við lands­liðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thierry Henry gæti orðið næsti þjálfari velska landsliðsins í knattspyrnu.
Thierry Henry gæti orðið næsti þjálfari velska landsliðsins í knattspyrnu. Jean Catuffe/Getty Images

Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry er einn af þeim sem velska knattspyrnusambandið er með inni í myndinni til að taka við landsliði þjóðarinnar.

Velska landsliðið er án þjálfara eftir að knattspyrnusambandið lét Rob Page taka poka sinn síðastliðinn föstudag. Page hafði stýrt liðinu í þrjú og hálft ár, en fékk sparkið eftir að liðinu mistókst að vinna sér inn sæti á EM.

Velska sambandið, FWA, ætlar sér þó að taka sér tíma í að ráða næsta þjálfara landsliðsins. Walesverjar spila ekki landsleik fyrr en liðið hefur leik í Þjóðadeild UEFA gegn Tyrkjum á heimavelli í september og því er nægur tími til stefnu.

Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal og franska landsliðsins, er hins vegar eitt af þeim nöfnum sem FWA lítur á sem álitlegan kost. Henry hefur tengingar við velska knattspyrnu, en hann náði í þjálfararéttindi hjá FWA.

Henry hefur á þjálfaraferli sínum, sem hófst árið 2015, þjálfað lið á borð við Monaco í Frakklandi og Montral Impact í Bandaríkjunum. Þá hefur hann einnig verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins í tvígang, en hann er nú þjálfari U21-árs landslið Frakklands og undirbýr liðið fyrir Ólympíuleikana í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×