Fótbolti

Dómari hneig niður í Suður-Ameríku­keppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maxime Crepeau, markvörður Kanada, kallar eftir aðstoð fyrir aðstoðardómarann Humberto Panjoj í leiknum gegn Perú í gær.
Maxime Crepeau, markvörður Kanada, kallar eftir aðstoð fyrir aðstoðardómarann Humberto Panjoj í leiknum gegn Perú í gær. getty/Carlos Sipán

Aðstoðardómari í leik Perú og Kanada í Suður-Ameríkukeppninni í gær hneig niður og var borinn af velli. Gríðarlega heitt var í Kansas City á meðan leiknum stóð.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks hneig Humberto Panjoj frá Gvetemala niður. Markvörður kanadíska liðsins, Maxime Crepeau, var snöggur að kveikja á perunni og kallaði eftir aðstoð fyrir Panjoj. 

Hann stóð upp skömmu síðar en var svo settur á börur og borinn af velli. Í seinni hálfleik var svo annar dómari mættur á hliðarlínuna til að leysa Panjoj af hólmi.

Hitinn í Kansas City var mikill en talið er að hann hafi verið tæplega fjörutíu gráður á meðan leikurinn var í gangi. Þá var rakinn yfir fimmtíu prósent í fyrri hálfleik.

Kanada vann leikinn með einu marki gegn engu. Það gerði Jonatan David á 74. mínútu. Í hinum leik A-riðils sigraði Argentína Síle, 0-1. Lautaro Martínez gerði eina mark leiksins á 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×