Innherji

Hækk­ar verð­mat Brims og velt­ir upp hvort botn­in­um sé náð

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. „Miklar sveiflur eru í afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og einkenndi loðnubrestur afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024. Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi var heldur betra en leit út við fyrstu sýn. Skellur vegna loðnubrests kemur allur fram á fyrsta ársfjórðung og mun ekki hafa áhrif á aðra ársfjórðunga,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.
Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. „Miklar sveiflur eru í afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og einkenndi loðnubrestur afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024. Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi var heldur betra en leit út við fyrstu sýn. Skellur vegna loðnubrests kemur allur fram á fyrsta ársfjórðung og mun ekki hafa áhrif á aðra ársfjórðunga,“ segir í verðmati Jakobsson Capital. Vísir/Einar

Verðmat Brims hækkaði um nærri tíu prósent þrátt fyrir að rekstrarspá greinanda sé heldur dekkri fyrir árið í ár en áður. „Jákvæður munur milli verðmatsgengis og markaðsgengis hefur aldrei verið meiri. Einhver gæti spurt: Er botninum náð?“ segir í nýrri verðmatsgreiningu.


Tengdar fréttir

Verð­met­ur Síld­ar­vinnsl­un­a yfir mark­aðs­virð­i í fyrst­a skipt­i í 30 mán­uð­i

Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Stærsti fjár­festirinn í frumút­boði Ís­fé­lagsins heldur á­fram að bæta við sig

Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði.

Kaup­höllin kallar eftir nýrri um­gjörð utan um er­lent eignar­hald í sjávar­út­vegi

Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.

Loðn­u­brest­ur hef­ur mik­il á­hrif en Síld­ar­vinnsl­an er „hverg­i bang­in“

Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Sakar SKE um „í­hlutun í­hlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hags­muna al­mennings

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×