Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 12:01 Freyr tók til hendinni. Getty Images/Nico Vereecken Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira