Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn dalar á­fram og Assange kominn til Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja könnun Maskínu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með minnsta fylgi í sögunni. 

Sósíalistar bæta aftur við sig og Miðflokkurinn nartar í hælana á Sjálfstæðisflokknum.

Einnig fjöllum við um netárásina sem gerð var um helgina en sérfræðingur segir ofsögum sagt að tala um árás á lýðræðið þegar ráðist var á vef Morgunblaðsins. Ekkert bendi til þess að árásin hafi sérstaklega beinst að fjölmiðlafyrirtækjum. 

Og Julian Assange getur nú loks um frjálst höfuð strokið en hann lenti í Ástralíu ný fyrir hádegið og er laus allra mála. 

Í íþróttunum verður farið yfir leikina í Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem fram fóru í gærkvöldi og rýnt í leiki kvöldsins á EM. 

Hægt er að hlusta á hádegisfréttirnar hér.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 26. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×