Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski.
BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024
Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks.
— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024
Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar.
Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð.