Guðni: Þurftum að fá mark á okkur til þess að hafa nennt að standa í þessu Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 20:46 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/diego FH vann sannfærandi 4-1 sigur gegn Tindastóli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var þó ekki í skýjunum þar sem honum fannst liðið gefa allt of mikið eftir í stöðunni 2-0. „Byrjunin var sterk og við komumst 2-0 yfir. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn eins ánægður og ég var með fyrri hálfleikinn, var ég ekki ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Guðni eftir leik og útskýrði af hverju hann var ósáttur með síðari hálfleik liðsins. „Að við skulum hafa þurft mark frá Tindastóli til þess að hafa nennt að standa í þessu aftur var algjör óþarfi. Boltinn fór í stöng og slá hjá okkur. Það var ekki gott hvernig leikmenn spiluðu í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir gerðu aulamistök trekk í trekk. Auðvitað er ég ánægður með 4-1 sigur ég ætla ekki að hljóma eins og hrokagikkur en ég var ekki ánægður með margt í seinni hálfleik.“ Guðni gerði breytingu á skýrslu rétt fyrir leik þar sem Jónína Linnet datt út og Thelma Lóa Hermannsdóttir kom inn í byrjunarliðið. „Jónína meiddist í upphitun og við þurftum að gera þessa breytingu áður en leikurinn hófst og ég var mjög ánægður með hennar framlag sérstaklega í fyrri hálfleik. Einnig vil ég hrósa varamönnum liðsins sem komu inn á og hjálpuðu liðinu.“ Guðni var ekki sáttur með markið sem Jordyn Rhodes skoraði og minnkaði muninn í 2-1 þar sem hún komst heldur auðveldlega í gegnum vörn FH. „Það var svo margt í aðdraganda marksins áður en hún skoraði og mínúturnar þar á undan voru ekki góðar. FH liðið var ólíkt sjálfum sér og einfaldar sendingar voru að klikka. Þetta var lélegt og dapurt eins og ég var ánægður með byrjunina,“ sagði Guðni að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Byrjunin var sterk og við komumst 2-0 yfir. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn eins ánægður og ég var með fyrri hálfleikinn, var ég ekki ánægður með seinni hálfleikinn,“ sagði Guðni eftir leik og útskýrði af hverju hann var ósáttur með síðari hálfleik liðsins. „Að við skulum hafa þurft mark frá Tindastóli til þess að hafa nennt að standa í þessu aftur var algjör óþarfi. Boltinn fór í stöng og slá hjá okkur. Það var ekki gott hvernig leikmenn spiluðu í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir gerðu aulamistök trekk í trekk. Auðvitað er ég ánægður með 4-1 sigur ég ætla ekki að hljóma eins og hrokagikkur en ég var ekki ánægður með margt í seinni hálfleik.“ Guðni gerði breytingu á skýrslu rétt fyrir leik þar sem Jónína Linnet datt út og Thelma Lóa Hermannsdóttir kom inn í byrjunarliðið. „Jónína meiddist í upphitun og við þurftum að gera þessa breytingu áður en leikurinn hófst og ég var mjög ánægður með hennar framlag sérstaklega í fyrri hálfleik. Einnig vil ég hrósa varamönnum liðsins sem komu inn á og hjálpuðu liðinu.“ Guðni var ekki sáttur með markið sem Jordyn Rhodes skoraði og minnkaði muninn í 2-1 þar sem hún komst heldur auðveldlega í gegnum vörn FH. „Það var svo margt í aðdraganda marksins áður en hún skoraði og mínúturnar þar á undan voru ekki góðar. FH liðið var ólíkt sjálfum sér og einfaldar sendingar voru að klikka. Þetta var lélegt og dapurt eins og ég var ánægður með byrjunina,“ sagði Guðni að lokum.
Besta deild kvenna FH Tindastóll Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira