Endurvekja gamlan draum um heilsulind í Perlunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 16:28 Hugmyndin er að heit laug verði byggð ofan á núverandi vatnstanka, og að utan á tankana verði byggðar þriggja hæða herbergisálmur. Zeppelin Zeppelin arkitektar hafa auglýst eftir samstarfsaðila til að kaupa Perluna og byggja þar hótel, heilsulind og baðlón. Orri Árnason arkitekt, segir að hugmyndin sé rúmlega tíu ára gömul, en nú sé aftur tækifæri til að láta hana raungerast. Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi. Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi.
Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39
Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24