Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 13:49 Rúna Sif lýðheilsufræðingur er óánægð með áform um byggingu fjölbýlishúsa á grænum reit við Smárarima/Sóleyjarima. Hún segir græn svæði í nágrenni íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31