Íslenski boltinn

Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

Aron Guðmundsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/DANÍEL

Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

Stjarnan, sem leikur í Bestu deildinni, hefur spilað undir stjórn Kristjáns síðan í október árið 2018 en Kristján er afar reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við á sínum ferli. 

„Undir hans stjórn hefur liðið tekið miklum framförum, bætt árangur sinn á milli ára og tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar en Kristján skilur við liðið í 8.sæti Bestu deildarinnar þar sem að liðið er með níu stig eftir tíu umferðir. 

Stjarnan leitaði ekki langt út fyrir Samsungvöllinn að arftaka Kristjáns í starfi því félagið hefur gengið frá ráðningu Jóhannesi Karli Sigursteinssyni í þjálfara stöðuna. Jóhannes hefur unnið með þjálfarateymi Stjörnunnar við leikgreiningar síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×