„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 11:35 Forstöðumaður almenningssamgangna segir Vegagerðina vera í heildarendurskoðunarferli á verðlagningu. Vísir/Vilhelm Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar. Samgöngur Vegagerð Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar.
Samgöngur Vegagerð Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira