„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 11:35 Forstöðumaður almenningssamgangna segir Vegagerðina vera í heildarendurskoðunarferli á verðlagningu. Vísir/Vilhelm Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar. Samgöngur Vegagerð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar.
Samgöngur Vegagerð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira