Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:27 Epicbet sem Daði Laxdal er í forsvari fyrir hefur meðal annars verið í samstarfi við Hjörvar Hafliðason í að auglýsa veðbankann nýja. Vísir/Samsett Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þann 14. júní síðastliðinn tilkynnti Daði um stofnun síðunnar í færslu sem hann birti á Facebook. „Þessi síða hefur verið í undirbúningi í 2 ár og það er spennandi að bjóða fólki frá yfir 150 löndum að prófa hana í fyrsta sinn í dag. Sisu Group sem stendur að baki síðunnar hefur yfir 650 ár samanlagt af reynslu að þróa hugbúnað í veðmálaheiminum og markmiðið er að þetta verði besta síðan í heiminum,“ skrifaði Daði. Epicbet hefur verið afar sýnileg á samfélagsmiðlum og auglýst mikið á Twitter ásamt auglýsingum í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Hlaðvarpið er eitt það allra vinsælasta á Íslandi. Hjörvar hefur komið fram í nokkrum auglýsingum á síðu Epicbet á Instagram en þar bregður einnig fyrir samfélagsmiðlastjörnum. Hann hélt upp á sex ára afmæli hlaðvarpsins í Egilshöll á dögunum og þakkaði Epicbet á Íslandi sérstaklega fyrir sinn þátt að gera viðburðinn að veruleika. View this post on Instagram A post shared by Dr.Football (@dr.footballpodcast) Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi en veðmálastarfsemi er ólögleg hér á landi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá slíkum síðum áberandi. Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með þeim þar. Fjölmiðlanefnd hefur aftur á móti beitt sér gegn veðmálastarfsemi í hlaðvörpum. Sýn fékk sekt upp á eina milljón króna vegna auglýsinga Coolbet sem birtust í hlaðvarpinu Þungavigitinni árið 2021. Auglýsingin var telin brot á fjölmiðlalögum. Ekki var fallist á sjónarmið Sýnar að aðeins væri verið að auglýsa fatalínur Coolbet en ekki veðmálastarfsemi. Coolbet er áberandi í hinum ýmsu hlaðvörpum og má nefna hlaðvarp Götustráka sem dæmi. Á samfélagsmiðlum er eftirlit með Coolbet lítið en þar auglýsa Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, og kærastan Friðþóra Sigurjónsdóttir föt merkt Coolbet. Þátttakendur í leikjum geta unnið sér inn inneign á veðmálasíðunni. Coolbet er öflugt á samfélagsmiðlum eins og Epicbet. Veðmálasíðan tekur meðal annars þátt í viðburðum á borð við útilegu Verzlunarskóla Íslands á dögunum og efndi til golfmóts á dögunum þar sem fjöldi þekktra karlmanna, margir sem eiga í samstarfi við Coolbet á samfélagsmiðlum, mættu til keppni í boði hússins.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25. júní 2024 17:49