Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 14:43 Séra Aldís Rut er nýr prestur í Grafarvogsprestakalli. Þjóðkirkjan Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“ Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira