„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 17:40 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við fórum síðast í úrslitin árið 2022 og gott að fá að mæta þangað aftur. Tilfinning er því mjög góð og gaman að fá að mæta aftur í úrslitaleikinn.“ Spurður hvernig honum hafi þótt frammistaða liðsins í dag hafa verið segist Pétur vera sáttur með hana og tekur fram að Þróttur sé með gott lið sem erfitt sé að leika gegn. Þessi lið mætast í deildinni á miðvikudaginn aftur og það verðu því spennandi að sjá hvað gerist þá. „Mér fannst frammistaðan vera ágæt í dag. Þróttarar eru með gott lið og alls ekki auðvelt að vinna þær. Leikurinn var svolítið fram og til baka hjá báðum liðum í fyrri hálfleik fannst mér. Þær mögulega aðeins sterkari og fengu fleiri færi. En þetta var bara hörkuleikur og ég er sáttur með frammistöðu liðsins og úrslitin.“ Meidd útaf í hálfleik og mikið álag á liðinu Miðjumaðurinn knái, Katie Cousins, fór af velli í hálfleik en hún hefur komið mjög vel inn í lið Vals eftir að hún skipti í vetur til þeirra frá Þrótti. Pétur segir að Katie hafi verið örlítið meidd fyrir leikinn og að hann hafi ekki viljað taka neina sénsa með hana. Hann tekur sömuleiðis fram að álagið sé mikið núna hjá liðunum í deildinni en að hópurinn hans sé í fínu standi eins og er. „Katie var smá tæp fyrir leikinn og við vissum ekki alveg hvort hún myndi byrja leikinn eða ekki. Við ákváðum að taka hana út af í hálfleik svo hún ætti nú alveg að vera í lagi. Það er mikið álag á öllum liðum núna enda mikið af leikjum þessa dagana. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn í næstu viku sem þetta fer að róast eitthvað aðeins. Við erum alveg þokkalega góð eins og er. Guðrún Elísabet er meidd, Elísa Viðarsdóttir er alveg að koma til baka og þá er Þórdís Hrönn enn að glíma við smá meiðsli. Þetta lítur samt ágætlega út hjá okkur eins og staðan er í dag.“ Topplið Bestu deildarinnar mætast í úrslitum Í úrslitaleiknum, sem fer fram þann 16. ágúst, mæta Valskonur liði Breiðabliks sem tryggði sig þangað í gær með 2-1 sigri á Þór/KA fyrir norðan eftir framlengdan leik. Flestir eru á því að þetta séu tvö bestu lið landsins og því um virkilega spennandi úrslitaleik að ræða. Þessi lið mættust sömuleiðis í úrslitunum fyrir tveimur árum síðan og þá sigraði Valur 2-1 eftir spennandi leik. „Þetta verður frábær leikur. Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira