Innlent

Myndir frá elds­voðanum í Húsa­felli í nótt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hjólhýsið og bíll fólksins stóðu í ljósum logum í nótt.
Hjólhýsið og bíll fólksins stóðu í ljósum logum í nótt. Jakob Bergvin

Slökkviliðið í Borgarnesi var kallað út á þriðja tímanum í nótt þegar eldur hafði kviknað í hjólhýsi á tjaldsvæðinu á Húsafelli. Hjólhýsið brann til kaldra kola ásamt bíl þeirra sem áttu hýsið. Ekkert tjón varð á öðrum tækjum. Fréttastofu hafa borist myndir frá nóttinni.

Heiðar Örn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Húsafelli sagði við Vísi fyrr í dag að engann hefði sakað. Allir hafi komist út úr hjólhýsinu í tæka tíð og engin slys hafi orðið á fólki. Eldurinn, sem kviknaði í hjólhýsinu, hafi hins vegar fljótt borist í nærliggjandi bíl.

Alelda bíllÖrugg verkfræðistofa
Slökkviliðsmenn að störfum.Örugg verkfræðistofa
Hjólhýsið og bíllinn brunnu til kaldra kola.Örugg verkfræðistofa
Bíllinn er handónýtur.Jakob Bergvin

Heiðar vakti athygli á hinni svokölluðu fjögurra metra reglu á tjaldsvæðum. Samkvæmt henni á að gera ráð fyrir fjögurra metra bili milli húsbíla eða eftirvagna til að sporna gegn eldhættu. 

„Þótt það sé sjarmerandi að búa til skjól með mörgum hýsum er sjarminn fljótur að fara ef kviknar í einu og áhrifin verða þannig að það kviknar líka í hinum. Sem, sem betur fer, gerðist ekki í þessu tilfelli,“ sagði Heiðar við Vísi í dag.

Mikil ósköp.Jakob Bergvin
Jakob Bergvin

Tengdar fréttir

Hjólhýsi brann í Húsafelli

Slökkviliðið í Borgarnesi var kallað út á þriðja tímanum í nótt þegar eldur hafði kviknað í hjólhýsi á tjaldsvæðinu á Húsafelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×