Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 07:58 Svo stór fellibylur hefur ekki mælst svo snemma síðan 2005. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira