Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 17:06 Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir netsvik stóran iðnað á Íslandi. Vísir/Samsett Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann. Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann.
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira