Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2024 11:38 Samkvæmt ákærunni er maðurinn með lögheimili á Akranesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira