Körfubolti

Þrír Ís­lendingar í úrvalsliðum Norðurlandamótsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bronsverðlaunahafinn Agnes María Svansdóttir og gullverðlaunahafarnir Almar Orri (ofar á myndinni) og Tómas Valur voru valin í úrvalslið Norðurlandamótsins.
Bronsverðlaunahafinn Agnes María Svansdóttir og gullverðlaunahafarnir Almar Orri (ofar á myndinni) og Tómas Valur voru valin í úrvalslið Norðurlandamótsins.

Íslensku landsliðin skipuð körlum og konum undir 20 ára náðu frábærum árangri á nýafstöðu Norðurlandamóti í Svíþjóð. Karlaliðið vann gullverðlaun og kvennaliðið brons, þrír íslenskir leikmenn voru svo valdir í úrvalslið mótsins.

Agnes María Svansdóttir var valin úr kvennaliðinu en hún spilaði langmest af öllum leikmönnum liðsins og kláraði mótið með 18,3 stig og 4,7 gripin fráköst að meðaltali í leik.

Tveir íslenskir leikmenn voru valdir í úrvalslið karla. Þeir Almar Orri Atlason, uppalinn KR-ingur sem spilar með Bradley háskólanum í Bandaríkjunum og Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn á nýafstöðnu tímabili og verðandi leikmaður Washington State háskólans.

Almar var lang stigahæstur í íslenska liðinu með 28,3 stig, auk 6 frákasta og 2 stoðsendinga að meðaltali í leik.

Tómas Valur fylgdi honum á eftir í stigasöfnun með 19,3 stig, auk 7,3 frákasta og 1,3 varins bolta að meðaltali í leik.

Norðurlandamóti 20 ára og yngri er lokið og nú fer fram Norðurlandamót 18 ára og yngri. Í dag spilar íslenska stúlknalandsliðið gegn Danmörku klukkan 13:45 og íslenska drengjalandsliðið klukkan 16:00, einnig gegn Danmörku. Allar helstu upplýsingar um mótið má finna hér


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×