Lífið

Aukin loft­hæð, Versace flísar, pottur og pool her­bergi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Íbúðin er með tvennar svalir, hjónasvítu, fataherbergi og aukna lofthæð svo eitthvað sé nefnt.
Íbúðin er með tvennar svalir, hjónasvítu, fataherbergi og aukna lofthæð svo eitthvað sé nefnt. Gimli

Við Miðleiti 10 er að finna glæsilega og mjög mikið endurnýjaða 220,5 fm íbúð á tveimur hæðum. Aukin lofthæð er á eigninni, tvennar svalir, hjónasvíta, poolborð og ýmislegt annað frumlegt og skemmtilegt. 

Íbúðin er í eigu Írisar Bjarkar Tanyu Jónsdóttur stofnanda og eiganda skartgripaverslunarinnar Vera design. 

Sameign hússins er í sérflokki með glæsilegri aðstöðu, gufubaði og líkamsræktarsal svo eitthvað sé nefnt. Húsið var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt og gengið eru upp eina hæð frá aðalinngangi hússins að íbúðinni. Ásett verð er 159.700.000 krónur.

Í forstofunni má finna Versace flísar, fatahengi og tvöfalda vængjahurð sem leiðir inn í alrýmið. Íbúðin býr yfir tveimur baðherbergjum sem voru bæði endurnýjuð árið 2023. Í hjónasvítunni er fataherbergi og baðherbergi. Sömuleiðis er poolherbergi í íbúðinni með „retro“ leikjakassa. 

Íbúðin er skemmtilega innrétt.Gimli
Íbúðin er rúmgóð. Teppið í stiganum er nýlegt kókosteppi.Gimli
Poolherbergi í íbúðinni.Gimli
Íbúðin er á tveimur hæðum.Gimli
Versace flísar og gylltir apasnagar.Gimli
Svartur marmari, gylltir kranar og hvítt baðkar.Gimli
Rúmgóðar svalir.Gimli
Heitur pottur og góðar veitingar eru öflugt kombó.Gimli
Íbúðin er staðsett í póstnúmeri 103.Gimli

Hér má skoða íbúðina á fasteignavefnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×