Gefa út afkomuspá eftir allt saman Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2024 07:02 Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Stjórn Sýnar hefur ákveðið að gefa út afkomuspá fyrir árið 2024 en ákveðið var samhliða útgáfu ársreiknings félagsins í febrúar að gera það ekki. Það var meðal vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva, sem nú hefur verið eytt. Spáin gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á um einn milljarð króna. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar eftir lokun markaða í gær segir nú þegar óvissunni hefur verið eytt og mikilvægum áföngum hefur verið náð í rekstri, telji stjórn félagsins rétt að birta afkomuspá fyrir árið 2024. Þegar ársuppgjör Sýnar fyrir árið 2023 var gefið út í febrúar þessa árs sagði í tilkynningu til Kauphallar að í ljósi þess að Sýn væri í stefnumótun með Stöð 2 og framtíðareignarhald á vefmiðlum og útvarpi væri til skoðunar sem og að áhersla yrði á kostnaðaraðhald og hagræðingu til skamms tíma yrðu ekki gefnar út horfur á árinu. Þá sagði að tíðinda væri að vænta varðandi mögulega sölu á vefmiðlum og útvarpi á vormánuðum. Um miðjan apríl tilkynnti stjórn að hún væri hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu félagsins. Skilvirkniverkefni skili allt að 800 milljónum Í tilkynningu nú segir að Herdís Dröfn Fjeldsted hafi verið ráðin í stöðu forstjóra í janúar og hún hafi boðað vegferð umbreytinga undir merkjum skilvirkni, vaxtar og samvinnu. Á fyrstu mánuðum ársins hafi skilvirkni innan samstæðu Sýnar aukist með samhentu átaki starfsmanna félagsins. Áður hafi verið tilkynnt um ýmis skilvirkniverkefni sem muni bæta rekstur félagsins um 380 milljónir króna á ársgrundvelli þegar þau verða að fullu komin fram. Jafnframt, í samræmi við yfirlýst markmið stjórnenda um að auka arðsemi samstæðunnar enn frekar, sé útlit fyrir að heildarumfang fyrrgreindra og yfirstandandi skilvirkniverkefna, skili félaginu á ársgrundvelli 600 til 800 milljónum króna og rekstrarhagnaði (EBIT) á bilinu 1.500 til 1.700 milljónir króna. Áhrifanna muni að mestu leyti gæta í afkomu ársins 2025. Þá sé ljóst að nýlegur samningur félagsins um sýningarrétt á enska boltanum muni skila félaginu enn frekari ávinningi auk fyrirhugaðrar sölu á tilteknum viðskiptalausnum út úr Endor. Áfram verði leitað leiða til að auka skilvirkni innan félagsins enn frekar. Reikna með 900 til 1.100 milljóna hagnaði Þá segir að stjórn geri ráð fyrir að stígandi verði í rekstrarhagnaði samstæðunnar á síðari hluta ársins eftir því sem ávinningur skilvirkniverkefna verður sýnilegri. Afkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT), án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði 900 til 1.100 milljónir króna. Til samanburðar nam rekstrarhagnaður Sýnar 3.544 milljónum króna árið 2023, að teknu tilliti til þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins, sem skilaði félaginu bókfærðum hagnaði upp á 2.436 milljónir í fyrra. Þá tapaði félagið 153 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í tilkynningu segir að hafa þurfi þrennt í huga þegar fyrri helmingur ársins 2024 er borinn saman við fyrra ár: Farsímatekjur hafi verið lægri á 1F 2024 og þá aðallega vegna svokallaðra IoT tekna líkt og fram kom í síðustu afkomutilkynningu Afskriftir sýningarétta séu hraðari árið 2024 Í rekstrarhagnaði (EBIT) ársins 2023 hafi verið jákvæð áhrif tengd uppgjöri á samningsskuldbindingum við erlendan birgja að fjárhæð 529 m.kr., auk þess sem sjóðstreymi 2023 hafi verið lakara um 1.213 m.kr. vegna fyrrgreinds uppgjörs. Félagið hafi áður upplýst um áhrif hraðari afskrifta sem séu jákvæð breyting til lengri tíma, en vert sé að benda sérstaklega á það þegar afkoma og rekstrarmarkmið eru borin saman við fyrra ár. Eiga eina greiðslu inni Loks segir að lokagreiðsla vegna sölu Ljósleiðarans verði greidd í október næstkomandi auk þess sem boðaðar skilvirkniaðgerðir skili sér að fullu í lok ársins. Skuldbindingar vegna erlendra efniskaupa annarra en íþróttaefnis hafi lækkað umtalsvert frá fyrra ári, auk þess sem ný forgangsröðun verkefna hafi verið samþykkt í framkvæmdastjórn félagsins. Sjóðsstreymi samstæðunnar muni þar af leiðandi taka töluvert jákvæðum breytingum í lok árs. Fjárfestadagur fyrir markaðsaðila verði haldinn í nóvember þar sem lykilstjórnendur veita nánari innsýn í rekstur samstæðunnar. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar eftir lokun markaða í gær segir nú þegar óvissunni hefur verið eytt og mikilvægum áföngum hefur verið náð í rekstri, telji stjórn félagsins rétt að birta afkomuspá fyrir árið 2024. Þegar ársuppgjör Sýnar fyrir árið 2023 var gefið út í febrúar þessa árs sagði í tilkynningu til Kauphallar að í ljósi þess að Sýn væri í stefnumótun með Stöð 2 og framtíðareignarhald á vefmiðlum og útvarpi væri til skoðunar sem og að áhersla yrði á kostnaðaraðhald og hagræðingu til skamms tíma yrðu ekki gefnar út horfur á árinu. Þá sagði að tíðinda væri að vænta varðandi mögulega sölu á vefmiðlum og útvarpi á vormánuðum. Um miðjan apríl tilkynnti stjórn að hún væri hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu félagsins. Skilvirkniverkefni skili allt að 800 milljónum Í tilkynningu nú segir að Herdís Dröfn Fjeldsted hafi verið ráðin í stöðu forstjóra í janúar og hún hafi boðað vegferð umbreytinga undir merkjum skilvirkni, vaxtar og samvinnu. Á fyrstu mánuðum ársins hafi skilvirkni innan samstæðu Sýnar aukist með samhentu átaki starfsmanna félagsins. Áður hafi verið tilkynnt um ýmis skilvirkniverkefni sem muni bæta rekstur félagsins um 380 milljónir króna á ársgrundvelli þegar þau verða að fullu komin fram. Jafnframt, í samræmi við yfirlýst markmið stjórnenda um að auka arðsemi samstæðunnar enn frekar, sé útlit fyrir að heildarumfang fyrrgreindra og yfirstandandi skilvirkniverkefna, skili félaginu á ársgrundvelli 600 til 800 milljónum króna og rekstrarhagnaði (EBIT) á bilinu 1.500 til 1.700 milljónir króna. Áhrifanna muni að mestu leyti gæta í afkomu ársins 2025. Þá sé ljóst að nýlegur samningur félagsins um sýningarrétt á enska boltanum muni skila félaginu enn frekari ávinningi auk fyrirhugaðrar sölu á tilteknum viðskiptalausnum út úr Endor. Áfram verði leitað leiða til að auka skilvirkni innan félagsins enn frekar. Reikna með 900 til 1.100 milljóna hagnaði Þá segir að stjórn geri ráð fyrir að stígandi verði í rekstrarhagnaði samstæðunnar á síðari hluta ársins eftir því sem ávinningur skilvirkniverkefna verður sýnilegri. Afkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT), án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði 900 til 1.100 milljónir króna. Til samanburðar nam rekstrarhagnaður Sýnar 3.544 milljónum króna árið 2023, að teknu tilliti til þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins, sem skilaði félaginu bókfærðum hagnaði upp á 2.436 milljónir í fyrra. Þá tapaði félagið 153 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í tilkynningu segir að hafa þurfi þrennt í huga þegar fyrri helmingur ársins 2024 er borinn saman við fyrra ár: Farsímatekjur hafi verið lægri á 1F 2024 og þá aðallega vegna svokallaðra IoT tekna líkt og fram kom í síðustu afkomutilkynningu Afskriftir sýningarétta séu hraðari árið 2024 Í rekstrarhagnaði (EBIT) ársins 2023 hafi verið jákvæð áhrif tengd uppgjöri á samningsskuldbindingum við erlendan birgja að fjárhæð 529 m.kr., auk þess sem sjóðstreymi 2023 hafi verið lakara um 1.213 m.kr. vegna fyrrgreinds uppgjörs. Félagið hafi áður upplýst um áhrif hraðari afskrifta sem séu jákvæð breyting til lengri tíma, en vert sé að benda sérstaklega á það þegar afkoma og rekstrarmarkmið eru borin saman við fyrra ár. Eiga eina greiðslu inni Loks segir að lokagreiðsla vegna sölu Ljósleiðarans verði greidd í október næstkomandi auk þess sem boðaðar skilvirkniaðgerðir skili sér að fullu í lok ársins. Skuldbindingar vegna erlendra efniskaupa annarra en íþróttaefnis hafi lækkað umtalsvert frá fyrra ári, auk þess sem ný forgangsröðun verkefna hafi verið samþykkt í framkvæmdastjórn félagsins. Sjóðsstreymi samstæðunnar muni þar af leiðandi taka töluvert jákvæðum breytingum í lok árs. Fjárfestadagur fyrir markaðsaðila verði haldinn í nóvember þar sem lykilstjórnendur veita nánari innsýn í rekstur samstæðunnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira