Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:08 Töluverðar skemmdir urðu á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja þegar akkeri Hugins VE festist í vatnslögninni í desember í fyrra. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir að tjónið nemi í það minnsta 1500 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir þá sem fara með hagsmuni bæjarbúa ekki geta fallist á það að bæjarbúar greiði fyrir tjón Vinnslustöðvarinnar með hærra útsvari eða vatnsgjöldum. Bæjarstjórn telji að ljóst liggi fyrir að óhappið hafi orðið vegna stórfellds gáleysis. „Tjónið er að minnsta kosti 1500 milljónir en þeir vísa til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sú heimild gildir ekki ef óhappið stafar af stórfelldu gáleysi sem við teljum liggja ljóst fyrir að liggi þarna að baki,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin, VÍS og Huginn hafa viðurkennt bótaskyldu en hafna kröfu bæjarins með vísan til ofangreindrar heimildar í siglingalögum. „Svo er það bara grundvallarreglan í skaðabótamálum og grundvallarreglan í samskiptum milli manna og aðila í þjófélaginu að þú bætir það tjón sem þú veldur,“ segir Páll. „Þess vegna stefnum við Vinnslustöðinni, Huginn ehf. sem er útgerðaraðili skipsins sem er hundrað prósent í eigu Vinnslustöðvarinnar og tryggingafélaginu VÍS til greiðslu á tjóninu sem nemur að minnsta kosti 1500 milljónum.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir þá sem fara með hagsmuni bæjarbúa ekki geta fallist á það að bæjarbúar greiði fyrir tjón Vinnslustöðvarinnar með hærra útsvari eða vatnsgjöldum. Bæjarstjórn telji að ljóst liggi fyrir að óhappið hafi orðið vegna stórfellds gáleysis. „Tjónið er að minnsta kosti 1500 milljónir en þeir vísa til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sú heimild gildir ekki ef óhappið stafar af stórfelldu gáleysi sem við teljum liggja ljóst fyrir að liggi þarna að baki,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin, VÍS og Huginn hafa viðurkennt bótaskyldu en hafna kröfu bæjarins með vísan til ofangreindrar heimildar í siglingalögum. „Svo er það bara grundvallarreglan í skaðabótamálum og grundvallarreglan í samskiptum milli manna og aðila í þjófélaginu að þú bætir það tjón sem þú veldur,“ segir Páll. „Þess vegna stefnum við Vinnslustöðinni, Huginn ehf. sem er útgerðaraðili skipsins sem er hundrað prósent í eigu Vinnslustöðvarinnar og tryggingafélaginu VÍS til greiðslu á tjóninu sem nemur að minnsta kosti 1500 milljónum.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34
Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. 8. desember 2023 16:15
Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11