Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2024 21:01 Kjartan sést hér við hið umdeilda skilti. Ef hann myndi kveikja á því myndi það kosta 150 þúsund krónur á dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira