Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað hvaða dómarar muni dæma leikina í átta liða úrslitum EM. Þó enskir dómarar hafi ekki heillað fólk hér á landi þá hafa þeir heillað þá sem valdið hafa hjá UEFA.
Premier League referees Anthony Taylor and Michael Oliver have both been handed a quarter-final tie at #Euro2024 on Friday.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 3, 2024
More from @PJBuckingham ⬇️https://t.co/n8OWvoHhPB
Klukkan 16.00 hefst stórleikur 8-liða úrslitanna þegar heimamenn í Þýskalandi taka á móti Spáni í Stuttgart. Hinn 45 ára gamli Anthony Taylor mun flauta þann leik og honum til aðstoðar verða þeir Gary Beswick og Adam Nunn. Þá verður Stuart Atwell myndbandsdómari.
Hinn 39 ára gamli Michael Oliver mun dæma stórleik Frakklands og Portúgal í Hamburg sem hefst klukkan 19.00 á föstudag. Honum til aðstoðar verða Stuart Burt og Dan Cook. Þá verður David Coote myndbandsdómari.
Í frétt The Athletic segir að góð frammistaða Oliver og Taylor á mótinu sé ástæðan fyrir því að þeir séu að dæma leikina tvo. Þá koma báðir til greina sem dómarar í undanúrslitum sem og úrslitaleiknum sjálfum.