Hlaut of þunga refsingu fyrir mistök Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 06:56 Dómari við Héraðsdóms Reykjavíkur vildi hafa Sigurð Kristinn lengur í fangelsi en lög gera ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fyrirskipað að mál Sigurðar Kristins Árnasonar verði tekið upp að nýju að kröfu Ríkissaksóknara. Sigurður Kristinn var í desember síðastliðnum dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar. Þar af voru fimm mánuðir óskilorðsbundnir, sem er bannað. Sigurður Kristinn var dæmdur fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2018 og 2019, vegna tekjuáranna 2017 og 2018 og fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtali gjaldárið 2020, vegna tekjuársins 2019 á lögmæltum tíma, og með því vanframtalið tekjur að fjárhæð samtals 69.872.288 krónur, frá níu lögaðilum, sem skattskyldar eru samkvæmt lögum um tekjuskatt. Í dóminum segir að með framangreindu hafi hann komist undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 27.814.812 krónur. Mistök dómara Í ákvörðun Endurupptökudóms frá 1. júlí síðastliðnum segir að Ríkissaksóknari hafi farið fram á endurupptöku dómsins. Í beiðni embættisins hafi komið fram að héraðsdómari hafi gert þau mistök, sem ekki hafi uppgötvast fyrr en að liðnum áfrýjunarfresti, að óskilorðsbundinn hluti dómsins hafi verið ákveðinn fimm mánuðir og skilorðsbundinn hluti níu mánuðir af fjórtán. Sú niðurstaða standist ekki ákvæði almennra hegningarlaga og því væri farið fram á að dómurinn yrði endurupptekinn svo kveða megi upp réttan dóm í málinu. Vildi segja skilið við málið Sigurður Kristinn hafi ekki lagst gegn beiðni Ríkissaksóknara og hafi kveðist ekki hafa áfrýjað dóminum þar sem hann hafi viljað ljúka þessum kafla í lífi sínu þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við þyngd dómsins. Hann hafi því óskað eftir því að hefja þegar afplánun á dóminum en komið hafi í ljós að honum hafi verið gerð of þung refsing þar sem fimm mánuðir af refsingunni hafi verið óskilorðsbundnir. Hann telji að milda verði verulega refsingu hans í nýjum dómi og taka tillit til þess að hann hafi nú þegar hafið afplánun á skilorðstíma sínum. Þá verði að lækka verulega sektarfjárhæð í nýjum dómi þar sem tekið verði tillit til þeirra aðstæðna sem voru í heiminum þegar brotin áttu sér stað. Sigurður Kristinn framdi brot sín þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Þrír mánuðir skilorðsbundnir hið mesta Í niðurstöðukafla Endurupptökudóms segir að í lögum um meðferð sakamála sé mælt fyrir um heimild Ríkissaksóknara til þess að beiðast endurupptöku máls til hagsbóta fyrir dómfellda ef hann telur atvik vera með einhverjum þeim hætti sem greinir í nefndu ákvæði laganna. Samkvæmt lögunum geti Endurupptökudómur, ef héraðsdómur hefur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni manns sem telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, að uppfylltum einhverjum af skilyrðum laganna. Í lögunum komi fram að heimila megi endurupptöku ef talið verður að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Eins og að framan greinir hafi Sigurði Kristni verið gert refsing með dómi, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. desember 2023. Hann hafi verið dæmdur til að sæta fangelsi í fjórtán mánuði en skilorðsbundinn hluti dómsins var hafi verið mánuðir. Í almennum hegningarlögum komi fram að í dómi sé heimilt að ákveða að allt að þrír mánuðir fangelsisrefsingar verði óskilorðsbundnir, en aðrir hlutar skilorðsbundnir. Ljóst sé að Sigurði Kristni hafi verið gerð refsing í andstöðu við fyrrgreint lagaákvæði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Á málsmeðferð héraðsdóms hafi því verið verulegur galli í skilningi laga um meðferð sakamála, sem hafði áhrif á niðurstöðu málsins. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings Ríkissaksóknara í málinu, sem Sigurður Kristinn hafi tekið undir, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga til að heimila endurupptöku málsins. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sigurður Kristinn var dæmdur fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2018 og 2019, vegna tekjuáranna 2017 og 2018 og fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtali gjaldárið 2020, vegna tekjuársins 2019 á lögmæltum tíma, og með því vanframtalið tekjur að fjárhæð samtals 69.872.288 krónur, frá níu lögaðilum, sem skattskyldar eru samkvæmt lögum um tekjuskatt. Í dóminum segir að með framangreindu hafi hann komist undan greiðslu tekjuskatts og útsvars að fjárhæð 27.814.812 krónur. Mistök dómara Í ákvörðun Endurupptökudóms frá 1. júlí síðastliðnum segir að Ríkissaksóknari hafi farið fram á endurupptöku dómsins. Í beiðni embættisins hafi komið fram að héraðsdómari hafi gert þau mistök, sem ekki hafi uppgötvast fyrr en að liðnum áfrýjunarfresti, að óskilorðsbundinn hluti dómsins hafi verið ákveðinn fimm mánuðir og skilorðsbundinn hluti níu mánuðir af fjórtán. Sú niðurstaða standist ekki ákvæði almennra hegningarlaga og því væri farið fram á að dómurinn yrði endurupptekinn svo kveða megi upp réttan dóm í málinu. Vildi segja skilið við málið Sigurður Kristinn hafi ekki lagst gegn beiðni Ríkissaksóknara og hafi kveðist ekki hafa áfrýjað dóminum þar sem hann hafi viljað ljúka þessum kafla í lífi sínu þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við þyngd dómsins. Hann hafi því óskað eftir því að hefja þegar afplánun á dóminum en komið hafi í ljós að honum hafi verið gerð of þung refsing þar sem fimm mánuðir af refsingunni hafi verið óskilorðsbundnir. Hann telji að milda verði verulega refsingu hans í nýjum dómi og taka tillit til þess að hann hafi nú þegar hafið afplánun á skilorðstíma sínum. Þá verði að lækka verulega sektarfjárhæð í nýjum dómi þar sem tekið verði tillit til þeirra aðstæðna sem voru í heiminum þegar brotin áttu sér stað. Sigurður Kristinn framdi brot sín þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Þrír mánuðir skilorðsbundnir hið mesta Í niðurstöðukafla Endurupptökudóms segir að í lögum um meðferð sakamála sé mælt fyrir um heimild Ríkissaksóknara til þess að beiðast endurupptöku máls til hagsbóta fyrir dómfellda ef hann telur atvik vera með einhverjum þeim hætti sem greinir í nefndu ákvæði laganna. Samkvæmt lögunum geti Endurupptökudómur, ef héraðsdómur hefur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni manns sem telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, að uppfylltum einhverjum af skilyrðum laganna. Í lögunum komi fram að heimila megi endurupptöku ef talið verður að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Eins og að framan greinir hafi Sigurði Kristni verið gert refsing með dómi, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. desember 2023. Hann hafi verið dæmdur til að sæta fangelsi í fjórtán mánuði en skilorðsbundinn hluti dómsins var hafi verið mánuðir. Í almennum hegningarlögum komi fram að í dómi sé heimilt að ákveða að allt að þrír mánuðir fangelsisrefsingar verði óskilorðsbundnir, en aðrir hlutar skilorðsbundnir. Ljóst sé að Sigurði Kristni hafi verið gerð refsing í andstöðu við fyrrgreint lagaákvæði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Á málsmeðferð héraðsdóms hafi því verið verulegur galli í skilningi laga um meðferð sakamála, sem hafði áhrif á niðurstöðu málsins. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings Ríkissaksóknara í málinu, sem Sigurður Kristinn hafi tekið undir, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga til að heimila endurupptöku málsins.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira