Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 18:31 Rodri og Ilkay Gündogan unnu meðal annars Meistaradeild Evrópu saman sem liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/James Gill Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira