Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 18:31 Rodri og Ilkay Gündogan unnu meðal annars Meistaradeild Evrópu saman sem liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/James Gill Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti