Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 18:31 Rodri og Ilkay Gündogan unnu meðal annars Meistaradeild Evrópu saman sem liðsfélagar hjá Manchester City. Getty/James Gill Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Rodri hefur verið sannkallaður lykilmaður hjá Spáni og í gríðarlegri velgengni City síðustu ár en þar léku þeir Gündogan saman árin 2019-2023, eða þar til að sá þýski gekk í raðir Barcelona í fyrra. Gündogan segist hafa orðið vitni að „ótrúlegri þróun“ Rodri sem knattspyrnumanns, og telur líkt og fleiri að hann sé besti afturliggjandi miðjumaður heims. Hann segir Pep Guardiola, stjóra City, hafa varið löngum stundum með Rodri eftir æfingar og það hafi gert að verkum að Spánverjinn hafi verið fljótur að: „læra og fullkomna sinn leik. Fyrir mér er hann svo sannarlega besta „sexan“ í heiminum í dag. Það er eiginlega ekki hægt að slökkva á svona leikmanni í níutíu mínútur en það er hægt að gera honum erfiðara fyrir, láta hann hugsa og örvænta aðeins. Það er hluti af okkar plani,“ sagði Gündogan á blaðamannafundi í dag. Yamal á allt öðrum stað en sextán ára Gündogan Gündogan hrósaði einnig 16 ára samherja sínum hjá Barcelona, Lamine Yamal, sem þrátt fyrir ungan aldur er byrjunarliðsmaður í spænska landsliðinu. Lamine Yamal er aðeins 16 ára og hefur svo sannarlega hrifið Ilkay Gündogan.Getty/Gerrit van Cologne „Lamal er kominn ótrúlega langt miðað við aldur. Það sem hann hefur sýnt er óviðjafnanlegt. Ef maður ber hann saman við þann stað sem maður var á sjálfur 16 ára þá er það gjörólíkt. Hann getur gert gæfumuninn fyrir Spán og Barca næsta áratuginn. Ég ber óendanlega virðingu fyrir því sem strákurinn hefur afrekað,“ sagði Gündogan. Leikur Spánar og Þýskalands fer fram í Stuttgart á morgun, klukkan 16, og er fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira