Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:46 Mert Günok tókst að teygja sig í boltann og verja á ögurstundu í sigrinum gegn Austurríki. Getty/Dan Mullan Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Günok kastaði sér með tilþrifum til hliðar og varði skalla Christoph Baumgartner af stuttu færi, í lok leiks gegn Austurríki í 16-liða úrslitum EM í fyrrakvöld. Þar með unnu Tyrkir 2-1 sigur og komust áfram í 8-liða úrslit, þar sem þeir mæta Hollendingum en þurfa þó að spjara sig án miðvarðarins Merih Demiral sem verður í banni. Tilþrif Günoks vöktu mikla athygli og tyrkneska blaðið Hurriyet spurði Mahir pabba hans út í þau, en hann er fyrrverandi markvörður og þjálfari. „Líkamsstaða sonar míns og frammistaða á lokasekúndunum gerði mig mjög glaðan. Kannski voru það bænir allra stuðningsmannanna, þar á meðal mínar, sem komu í veg fyrir að þetta yrði mark,“ sagði Mahir. Sonurinn Mert var einnig þakklátur fyrir bænir stuðningsmanna: „Þetta var frábær sigur. Ég vil þakka öllum sem báðu fyrir okkur. Við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Mert Günok. Leikur Tyrklands og Hollands er í Berlín á laugardaginn en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem að Tyrkir komast svona langt á EM. „Ég held að með þessum mikla anda samtakamáttar og einingar þá munum við komast yfir hollensku hindrunina,“ sagði Günok eldri.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira