ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 10:00 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, lítur það alvarlegum augum að brotið sé gegn stærsta samstarfssamningi íslenskra félaga. vísir Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Hér á landi er fyrirtækið Genius Sports með einkaleyfi á tölfræðisöfnun, sem fyrirtækið selur svo áfram til veðmálasíðna og úr þeirri upplýsingagjöf verða til veðmálastuðlar. Genius Sports sendir fulltrúa á alla leiki í Bestu deildum karla og kvenna en borið hefur á því að aðrir, ómerktir og ólöglegir aðilar frá öðrum fyrirtækjum mæti á leiki og sinni þessari gagnasöfnun. „Í þessu eins og mörgu öðru þar sem við erum að selja réttindi, seljum við einum aðila og sá aðili er sá eini sem hefur heimild til að safna þessum gögnum. Það eru aðilar sem sækja hér leiki og hreinlega stela þessum upplýsingum, við getum ekki unað því og erum því í samstarfi við félögin að vísa þessum aðilum á brott vegna þess að þeir hafa ekki heimild til að stunda þessa iðju,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. Langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga Ljóst er að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir félögin í efstu deild og grafalvarlegt er ef gegn samningnum er brotið. „Ég get ekki farið út í neinar tölur en þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni. Mjög stór samningur og mun vonandi vaxa að því gefnu að við höldum þessum einkarétti virtum.“ ÍTF hefur því hrundið af stað herferð gegn ólöglegri tölfræðisöfnun á leikjum í Bestu deildinni. „Framkvæmdin er nokkuð einföld, Genius Sports sendir aðila á leikina, sem vinnur þá með heimaliðinu og vaktar leikina. Fylgjast með því hvort aðilar séu að safna gögnum, það er nokkuð sýnilegt og ef þeir finna aðilann þá er þeim vísað út. Við erum að vinna í samstarfi við öryggisfyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt því að skoða lagalegu hliðina líka.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira