Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Þór/KA 2-4 | Sandra María Jessen með þrennu í sigri Dagur Lárusson skrifar 7. júlí 2024 15:15 Sandra María fór á kostum í leiknum. Vísir/Pawel Sandra María Jessen fór á kostum í sigri Þórs/KA gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í dag en hún skoraði þrjú mörk í 2-4 sigri. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir átti fasta fyrigjöf inn á teig frá hægri og endaði boltinn beint á kollinum á Söndru María sem skallaði honum í netið. Annað markið kom síðan fimm mínútum síðar þegar Sandra María átti gott hlaup inn fyrir vörn Þróttar og fékk boltann en átti þó nóg eftir. Það skipti engu máli því hún ákvað að láta vaða, langt fyrir utan teig og söng boltinn í netinu. Staðan orðin 0-2. Það var síðan á 44. mínútu þegar sem hún fullkomnaði þrennu sína með því að skora mark sem var keimlíkt því fyrsta. Þá átti Hulda Ósk aftur fyrirgjöf inn á teig frá hægri sem endaði á kollinum á Söndru sem skallaði í sama horn og endaði boltinn í netinu. Staðan orðin 0-3 og Sandra María Jessen með þrennu, bara í fyrri hálfleik. Það var mikið meiri orka í stelpunum í Þrótti í seinni hálfleiknum og náðu þær að minnka muninn á 51. mínútu. Þá tók Sæunn Björnsdóttir hornspyrnu sem endaði á fjærstönginni þar sem Leah Pais lúrði og tók við boltanum áður en hún lyfti honum skemmtilega í netið. Staðan orðin 3-1. Það leið þó ekki langur tíma þar til gestirnir voru búnir að komast í þriggja marka forystu á nýjan leik. Hulda Ósk gaf enn eina stoðsendingu sína, hennar fjórðu í leiknum, á Karen Maríu Sigurgeirsdóttir á 63. mínútu sem var ein gegn Mollee í markinu og afgreiddi boltann í netið. Staðan orðin 1-4 og Hulda Ósk komin með fjórar stoðsendingar. Þetta var þó ekki síðasta mark leiksins en það kom á 71. mínútu þegar Kristrún Antonsdóttir náði að skalla boltann í netið eftir fyrirgjöf frá miðlínu frá Sæunni Björnsdóttur. Loktatölur 2-4. Atvik leiksins Það verður að vera þegar Sandra María fullkomnaði þrennu sína, bara í fyrri hálfleik, með því að skora mark sem var nánast alveg eins og það fyrsta. Þá mætti halda að þær hafi æft þetta stíft á æfingum. Stjörnurnar og skúrkarnir Það fer ekkert á milli mála hver er stjarna leiksins því það er Sandra María Jessen en það má þó ekki gleyma því að Hulda Ósk Jónsdóttir lék óaðfinnalega og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja einhvern einn. Ég er ekki viss um að það sé einn leikmaður Þróttar sem getur borið höfuð hátt eftir þennan leik nema kannski Leah Pais. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurunum og það er alltaf jákvætt. Stemningin og umgjörð Stemningin eflaust oft verið betri hér á Avis-vellinum og margt sem spilar þar inn í. Gríðarlega gott veður og því mikið af fólki eflaust að sóla sig einhversstaðar á pallinum eða svölunum. Umgjörðin er hins vegar alltaf til fyrirmyndar hérna hjá Þrótti. Hulda Ósk Jónsdóttir: Oft gott að bomba inn í því þá klárar Sandra það Hulda og Sandra fagna hér einum af mörkunum í leiknum ásamt liðsfélögum sínum.Vísir/Pawel „Heyrðu já, þetta gekk mjög vel. Við náðum mjög góðum fyrri hálfleik og náðum að setja tóninn fyrir leikinn og síðan var gott að klára þetta,“ byrjaði Hulda Ósk Jónsdóttir, leikmaður Þórs/KA að segja eftir leik. Hulda talaði aðeins um það hvað gekk vel í dag. „Við náðum að spila ótrúlega vel þó svo að það hafi verið kaflar í seinni sem voru svolítið erfiðir. En fyrir utan þessa kafla þá náðum við að finna hvor aðrar vel, hraðar sendingar og mikill hreyfanleiki og það var lykillinn að þessu,“ hélt Hulda áfram að segja. Hulda gaf fjórar stoðsendingar í þessum leik og þrjár af þeim voru á Söndru Maríu. „Nei við æfðum okkur nú ekkert sérstaklega tvær saman fyrir þennan leik, bara venjulegar æfingar eins og venjulega. En síðan er það alltaf gott að þruma boltanum inn í og þá bara klárar Sandra það,“ sagði Hulda létt í bragði. Ólafur Kristjánsson: Tveir algjörlega ólíkir hálfleikar Óli á hliðarlínunni í dag.Vísir/Pawel „Ég myndi segja að þetta hafi verið tveir algjörlega ólíkir hálfleikar,“ byrjaði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Ekki bara útfrá því að þær ná að skora þrjú mörk í fyrri hálfleiknum heldur að það var líf og neisti í okkur í seinni hálfleiknum sem var ekki í fyrri hálfleiknum,“ hélt Ólafur áfram að segja. „Við vorum mjög daufar í fyrri hálfleik, eltum ekki hlaupin okkar, settum ekki pressu og þess vegna var þetta veisla fyrir Þór/KA. En síðan í seinni hálfleiknum þá þekkti ég liðið mitt aftur. Þá var mikið meiri þéttleiki, farið í pressu og skipulagið var mikið betra og ákefðin í liðinu var allt önnur.“ Ólafur tók það jákvæða úr þessum leik. „Ég sá það og ég veit það og ég vissi það og þær líka að það er neisti og kraftur í þessu liði og við vitum það og við þurfum að sýna það,“ endaði Ólafur að segja eftir leik. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Íslenski boltinn
Sandra María Jessen fór á kostum í sigri Þórs/KA gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í dag en hún skoraði þrjú mörk í 2-4 sigri. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hulda Ósk Jónsdóttir átti fasta fyrigjöf inn á teig frá hægri og endaði boltinn beint á kollinum á Söndru María sem skallaði honum í netið. Annað markið kom síðan fimm mínútum síðar þegar Sandra María átti gott hlaup inn fyrir vörn Þróttar og fékk boltann en átti þó nóg eftir. Það skipti engu máli því hún ákvað að láta vaða, langt fyrir utan teig og söng boltinn í netinu. Staðan orðin 0-2. Það var síðan á 44. mínútu þegar sem hún fullkomnaði þrennu sína með því að skora mark sem var keimlíkt því fyrsta. Þá átti Hulda Ósk aftur fyrirgjöf inn á teig frá hægri sem endaði á kollinum á Söndru sem skallaði í sama horn og endaði boltinn í netinu. Staðan orðin 0-3 og Sandra María Jessen með þrennu, bara í fyrri hálfleik. Það var mikið meiri orka í stelpunum í Þrótti í seinni hálfleiknum og náðu þær að minnka muninn á 51. mínútu. Þá tók Sæunn Björnsdóttir hornspyrnu sem endaði á fjærstönginni þar sem Leah Pais lúrði og tók við boltanum áður en hún lyfti honum skemmtilega í netið. Staðan orðin 3-1. Það leið þó ekki langur tíma þar til gestirnir voru búnir að komast í þriggja marka forystu á nýjan leik. Hulda Ósk gaf enn eina stoðsendingu sína, hennar fjórðu í leiknum, á Karen Maríu Sigurgeirsdóttir á 63. mínútu sem var ein gegn Mollee í markinu og afgreiddi boltann í netið. Staðan orðin 1-4 og Hulda Ósk komin með fjórar stoðsendingar. Þetta var þó ekki síðasta mark leiksins en það kom á 71. mínútu þegar Kristrún Antonsdóttir náði að skalla boltann í netið eftir fyrirgjöf frá miðlínu frá Sæunni Björnsdóttur. Loktatölur 2-4. Atvik leiksins Það verður að vera þegar Sandra María fullkomnaði þrennu sína, bara í fyrri hálfleik, með því að skora mark sem var nánast alveg eins og það fyrsta. Þá mætti halda að þær hafi æft þetta stíft á æfingum. Stjörnurnar og skúrkarnir Það fer ekkert á milli mála hver er stjarna leiksins því það er Sandra María Jessen en það má þó ekki gleyma því að Hulda Ósk Jónsdóttir lék óaðfinnalega og gaf fjórar stoðsendingar. Hvað skúrka varðar er erfitt að velja einhvern einn. Ég er ekki viss um að það sé einn leikmaður Þróttar sem getur borið höfuð hátt eftir þennan leik nema kannski Leah Pais. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurunum og það er alltaf jákvætt. Stemningin og umgjörð Stemningin eflaust oft verið betri hér á Avis-vellinum og margt sem spilar þar inn í. Gríðarlega gott veður og því mikið af fólki eflaust að sóla sig einhversstaðar á pallinum eða svölunum. Umgjörðin er hins vegar alltaf til fyrirmyndar hérna hjá Þrótti. Hulda Ósk Jónsdóttir: Oft gott að bomba inn í því þá klárar Sandra það Hulda og Sandra fagna hér einum af mörkunum í leiknum ásamt liðsfélögum sínum.Vísir/Pawel „Heyrðu já, þetta gekk mjög vel. Við náðum mjög góðum fyrri hálfleik og náðum að setja tóninn fyrir leikinn og síðan var gott að klára þetta,“ byrjaði Hulda Ósk Jónsdóttir, leikmaður Þórs/KA að segja eftir leik. Hulda talaði aðeins um það hvað gekk vel í dag. „Við náðum að spila ótrúlega vel þó svo að það hafi verið kaflar í seinni sem voru svolítið erfiðir. En fyrir utan þessa kafla þá náðum við að finna hvor aðrar vel, hraðar sendingar og mikill hreyfanleiki og það var lykillinn að þessu,“ hélt Hulda áfram að segja. Hulda gaf fjórar stoðsendingar í þessum leik og þrjár af þeim voru á Söndru Maríu. „Nei við æfðum okkur nú ekkert sérstaklega tvær saman fyrir þennan leik, bara venjulegar æfingar eins og venjulega. En síðan er það alltaf gott að þruma boltanum inn í og þá bara klárar Sandra það,“ sagði Hulda létt í bragði. Ólafur Kristjánsson: Tveir algjörlega ólíkir hálfleikar Óli á hliðarlínunni í dag.Vísir/Pawel „Ég myndi segja að þetta hafi verið tveir algjörlega ólíkir hálfleikar,“ byrjaði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, að segja eftir leik. „Ekki bara útfrá því að þær ná að skora þrjú mörk í fyrri hálfleiknum heldur að það var líf og neisti í okkur í seinni hálfleiknum sem var ekki í fyrri hálfleiknum,“ hélt Ólafur áfram að segja. „Við vorum mjög daufar í fyrri hálfleik, eltum ekki hlaupin okkar, settum ekki pressu og þess vegna var þetta veisla fyrir Þór/KA. En síðan í seinni hálfleiknum þá þekkti ég liðið mitt aftur. Þá var mikið meiri þéttleiki, farið í pressu og skipulagið var mikið betra og ákefðin í liðinu var allt önnur.“ Ólafur tók það jákvæða úr þessum leik. „Ég sá það og ég veit það og ég vissi það og þær líka að það er neisti og kraftur í þessu liði og við vitum það og við þurfum að sýna það,“ endaði Ólafur að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti