Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 12:30 Nýjasti leikmaður Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain. Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Á meðan stærstu lið Evrópu karla megin hafa haldið sig hæg á leikmannamarkaðnum til þessa þar sem bæði Evrópumótið og Suður-Ameríkukeppnin eru í fullum gangi þá er nóg af félagaskiptum kvenna megin. Juventus hefur staðfest komu Alishu Lehmann, landsliðskonu frá Sviss, en hún eltir kærasta sinn Luiz til Ítalíu. Hin 25 ára gamla Lehmann hefur spilað 53 A-landsleiki fyrir Sviss og spilað á Englandi síðan 2018. Skrifar hún undir þriggja ára samning á Ítalíu. „Ég naut hverrar mínútu af árunum mínum þremur hjá félaginu,“ sagði Lehmann um tíma sinn hjá Aston Villa. „Ég gæti ekki verið glaðari. Juventus á ríka sögu, svo ríka sögu raunar að ég var stressuð þegar ég mætti í læknisskoðunina því það voru svo mikið af stuðningsfólki mætt. En fyrir Douglas og mig þá er draumurinn að geta verið hjá sama félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Chelsea heldur áfram að láta til sín taka á markaðnum. Nú hefur það staðfest komu hinnar 24 ára gömlu Sandy Baltimore frá PSG. Sú skrifar undir fjögurra ára samning, til ársins 2028. Baltimore er örvfætt og getur spilað í fremstu línu, á báðum vængjum eða í holunni á bakvið framherjann. Hún á að baki yfir 200 leiki fyrir PSG og gefur sóknarlínu Chelsea meira jafnvægi. „Ég er mjög ánægð með að vera gengin í raðir Chelsea, mér líður frábærlega. Ég hef alltaf viljað spila fyrir félagið og nú verður það að veruleika,“ sagði Baltimore við undirskriftina.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30 Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01 Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. 3. júlí 2024 19:30
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. 5. júlí 2024 12:01
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5. júlí 2024 16:01