Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 18:25 Útgönguspánni var fagnað á götum Parísar. epa Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty
Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09